Standar
Fatastandur, gólfstandur, fataslá, hringlaga standur
Nýttu sölurýmið betur
Seldu meira með betri framsetningu!
Viltu meiri möguleika og sveigjanlegri lausnir við að hengja upp föt?
Vildir þú gjarnan hafa meira pláss fyrir föt í versluninni?
Viltu fjölga vörunum í versluninni?
Vantar þig meiri búnað til að setja fram og hengja upp vörur á markaðsdögum, sölusýningum og útsölum?
Viltu eiga möguleika á öllu þessu án þess að þurfa að bera þunga hluti eða ráða iðnaðarmenn í vinnu?
Með fatastöndum er þetta mögulegt.
Við erum með fatastanda sem leysa vandamálin við að stilla út vörum, standa sem geta borið fatahengi í mismunandi hæðum, standa fyrir lagerinn og fyrir verslunina, standa sem eru gerðir til notkunar utandyra, og síðast en ekki síst, standa sem má fella saman og taka með sér á markaðsdaga og vörusýningar.
Sölustandar gefa þér sveigjanleika við að hengja upp föt. Þú getur notað standana þegar nýjar vörur koma í hús og taka þarf upp úr kössum.
Hengdu fötin beint á standinn á meðan verið er að fara yfir þau, merkja þau og strauja.
Rúllaðu standinum beint inn í búðina svo þú þurfir ekki að burðast með þyngsli. Notaðu standa til að setja upp ný sölurými og selja fleiri vörur.
Nýttu sölurýmið betur • Seldu vörur á stöndum
• Standar geta borið margar vörur á litlu svæði
• Fatastandar gera vinnuferlið einfaldara og léttara
• Standar eru sveigjanlegur búnaður
• Hjálpa við að selja fleiri vörur
• Búa til nýjar söluútstillingar
Ertu hugmyndarík/ur og vilt koma með nýjungar inn í verslunina?
Með fatastöndum hefurðu möguleika á meiri sveigjanleika. Taktu fram nokkra standa og stilltu þeim upp þar sem þeir draga að sér athygli viðskiptavinanna.
Notaðu standana til að hengja upp mikið magn af fötum á markaðsdögum eða á lagernum.
Hægt er að setja hjól undir flesta standana frá okkur. Það gerir vinnuferlið léttara fyrir þig og starfsfólkið.
Á hverjum standi eru upplýsingar um hvort hægt er að setja á þá hjól.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eru sölumenn okkar ávallt reiðubúnir til að hjálpa þér í síma 511 4100.