Webshop mærket
Hringdu í okkur: 511 4100
  • Home
  • Um SuperSellerS á Íslandi

Um SuperSellerS á Íslandi

Bender ehf.

SuperSellerS er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir verslanir. Bender ehf er umboðsaðili fyrir SuperSellerS á Íslandi. SuperSellerS og Bender ehf leggja sig fram við að þjóna viðskiptarvinum sínum. Það á að vera fljótlegt, einfalt og ódýrt að versla við SuperSellerS.

Sýningarsalur SuperSellerS er að Barðastöðum 1-5, 112 Reykjavík. Sími 511 4100.

Bender ehf. er umboðsaðili dönsku fyrirtækjanna Superseller og CODECO sem og sænsku fyrirtækjana AJ Produkter, Frimeko, Helge Nyberg, Bison, ProLog, Biketjänst og TAWI. Einnig er Bender ehf umboðsaðili fyrir ensku fyrirtækin Lesco Products Ltd og Out of Eden. Fyrirtækið var stofnað í janúar árið 2002. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og lausnum fyrir vöruhús annars vegar og sölu húsgagna fyrir verslanir, skrifstofur, iðnað, skóla, bókasöfn og hótel hins vegar.  Haustið 2005 gerði fyrirtækið rammasamning við Ríkiskaup í þremur flokkum húsgagna, skrifstofu-, ráðstefnu- (þar inni eru biðstofu- og kaffistofuhúsgögn) og skólahúsgögnum. Sumarið 2006 gerði Bender ehf einnig rammasamning við Reykjavíkurborg.

Stutt lýsing á þeim fyrirtækjum sem Bender ehf er umboðsaðili fyrir:

SuperSellerS: Lausnir fyrir verslanir.
AJ Produkter AB: Söluaðili og framleiðandi húsgagna og annarra lausna fyrir skrifstofur, vöruhús og iðnað.
Biketjänst: Lausnir fyrir bókasöfn.
Bison: Framleiðandi tónlistarhúsganga og tónlistarsviða.
CODECO: Sjálfsafgreiðslukerfi o.fl. fyrir bókasöfn.
Frimeko AB:  Söluaðili og framleiðandi skólahúsgagna.
Helge Nyberg: Framleiðandi vöruhúsavagna og vöruhúsalausna.
Lesco Products Ltd: Söluaðili húsgagna og sorpíláta fyrir skrifstofur og hótel.
Out of Eden: Söluaðili á lausnum fyrir hótel.
ProLog: Verkfræðistofa sem sérhæfir sig í vörhúsaráðgjöf.
Tawi: Framleiðandi lyftilausna og söluaðili gæða iðnaðarstiga og -trappa.

Stjórn og eigendur:

Jón Bender og Guðrún Ragnarsdóttir.

Stefna: Fyrirtækið ætlar sér að vaxa ört á næstu árum í þjónustu fyrir skrifstofur, skóla, verslanir og vöruhúss í samræmi við stefnu samstarfsfyrirtækja sinna. Markmiðið er að bjóða áfram vinnuvistvænar gæðavörur á góðu verði í fjölbreyttu úrvali.

Fyrirtækið er með sýningarsal að Barðastöðum 1-5 þar sem sýndar eru vinsælustu vörurnar.

Skilvirkt upplýsingaflæði er hluti af stefnu fyrirtækisins. Viðskiptavinurinn fær pöntunarstaðfestingu á rafrænu formi svo minni hætta sé á misskilningi.

Fyrirtækið leggur metnað í persónuleg og góð samskipti þar sem athugsemdum og ábendingum er vel tekið af starfsmönnum fyrirtækisins. Jafnframt höfum við hringt og fylgt á eftir sendingum og stefnum á að gera það áfram.

Starfsmaður fyrirtækisins kemur í heimsókn ef þess er óskað og kemur með hugmyndir að lausnum. Einnig förum við a.m.k. einu sinni á ári í söluferðir um landið og heimsækjum viðskiptavini okkar.

Bender ehf er áskrifandi af Rafrænu markaðstorgi (RM) og fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið hjá RM í matskerfi þeirra, en þar er tekið mið af þeim upplýsingum sem gefnar eru af vörunni. Einkunnin var 9 af 10 möguleikum.

Hjá Bender ehf. eru gæðin tryggð. Öryggi, gæði og þjónustulund eru lykilorð Bender ehf.

Umhverfismál:

Bender ehf og samstarfsaðilar láta sig varða umhverfismál og beita sér fyrir því að umbúðir séu endurunnar ef það er nokkur möguleiki. Fyrirtækið keyrir um á díselbíl til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum og einskorðar sér að nota sem minnst af pappír með rafrænum samskiptum við sem flesta. Fyrirtækið er virkt og meðvitað um sjálfbæra þróun og önnur umhverfismál til framtíðar.

Vinnuvistvænar vörur:

Fyrirtækið leggur metnað sinn í  að vera með vinnuvistvænar vörur og býður upp á ráðgjöf sérfræðings í þeim efnum sé þess óskað. Vöruúrvalið er mikið, fjölbreytt og fellur vel að fjölbreyttum viðskiptahópi fyrirtækisins.